Nýlega var gengið frá ráðningu Rebekku Rúnar Sævarsdóttur í stöðu varðstjóra með aðalstarfsstöð á Dalvík.

Varðsvæði hennar er austanverður Tröllaskagi, Siglufjörður, Ólafsfjörður og Dalvík.

Rebekka þekkir sig vel á svæðinu enda fædd og uppalin á Dalvík. Hún er fyrsta konan sem er fastráðin í starf lögregluþjóns á þessu svæði og þar með auðvitað fyrsta konan sem er fastráðin varðstjóri á svæðinu.

Lögreglan á Norðurlandi eystra óskar Rebekku til hamingju með starfið og farsældar í því um leið og samfélaginu á Tröllaskaga er óskað til hamingju með góða lögreglukonu.

Á myndinni tekur Rebekka við starfslýsingu úr hendi Jóhannesar Sigfússonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.