Rekstrarsamningur milli Síldarminjasafns ses. og Fjallabyggðar rann út um síðustu áramót. Fyrir liggja drög að endurnýjuðum samningi til þriggja ára. Á 778. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar fól nefndin bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.
Rekstrarsamningur Fjallabyggðar (580706-0880)
og Síldarminjasafns Íslands ses. (661006-1530)
1.1.2023-31.12.2026
1.
Fjallabyggð greiði Síldarminjasafninu árlega fasta fjárupphæð í þeim tilgangi að tryggja rekstur safnsins. Upphæðinni er fyrst og fremst ætlað að annast og reka Síldarminjasafn Íslands eins og lýst er í skipulagsskrá stofnunarinnar. Undir það fellur t.a.m. söfnun, varðveisla og
rannsóknir á menningarsögulegum minjum svo og að auðvelda almenningi aðgang og kynni af þeim.
2.
Íbúar með lögheimili í Fjallabyggð fá gjaldfrjálsan aðgang að safninu og sýningum þess. Bæjarstjórn og bæjarráð Fjallabyggðar geta óskað eftir að móttaka gesta fari fram á safninu og er tilhögun slíkra heimsókna ákveðin fyrirfram í samvinnu beggja aðila.
3.
Hlutverk Síldarminjasafnsins er skilgreint skv. skipulagsskrá og söfnunarstefnu þess. Þar að auki skal það leitast við að varðveita muni og gögn um sögu Fjallabyggðar. Síldarminjasafnið skal efla og stuðla að góðu samstarfi við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu, m.a. með leiðsögn nemanda um safnið. Síldarminjasafnið er reiðubúið að veita faglega ráðgjöf um gerð sýninga sem tengjast sögu Fjallabyggðar, og koma að uppsetningu þeirra. Um slíkt samstarf skal gera sérstakt samkomulag við bæjarráð Fjallabyggðar.
4.
Starfsmenn safnsins verði tilbúnir til að vinna að eðlilegum samvinnuverkefnum um kynningu á ferðaþjónustu í Fjallabyggð og Síldarminjasafninu í samráði við markaðs- og menningarfulltrúa og bæjarstjóra. Einnig verði þeir reiðubúnir að taka að sér sérstök verkefni um kynningu á ferðaþjónustu í Fjallabyggð skv. samkomulagi. Skrifstofa: Sími: Kennitala: www.fjallabyggd.is Gránugötu 24, 580 Siglufirði 464-9100 580706-0880 fjallabyggd@fjallabyggd.is
5.
Fjallabyggð greiðir Síldarminjasafni Íslands kr. 6.050.000. Safnhús eru undanþegin fasteignaskatti skv. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og er hann því niðurfelldur. Síldarminjasafninu ber hins vegar að greiða aðra liði fasteignagjalda og er greiðsla vegna þeirra frádregin heildarupphæðinni skv. álagningarseðlum. Eftirstöðvar skulu greiddar með einni greiðslu 1. febrúar 2023 samkvæmt meðfylgjandi töflu.
6.
Fjallabyggð leigir Síldarminjasafni afnot af eldtraustu herbergi í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neons, Suðurgötu 4. Leigugjald er kl. 30.000 pr. mánuður. Fjallabyggð veitir Síldarminjasafni Íslands ses. styrk sem nemur leigunni á gildistíma samnings. Verðmæti þess styrks er kr. 360.000 á ári. Samningurinn gildir til 31.12.2026 og er uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila með 3 mánaða fyrirvara. Þann 1. janúar, ár hvert á samningstímanum, hækkar heildarupphæð samnings um 3,5%, í fyrsta sinn 1. janúar 2024. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2027
skal hann endurskoðaður.