Veiðisvæði Blöndu við Blönduós og Svartá í Svartárdal eru nú komin í sölu á veiða.is.

Nýr leigutaki tók við svæðunum í haust, Starir, sem einnig er með ár eins og Þverá og Kjarrá á sínum snærum.

Þegar nýr leigutaki tók við í haust kynnti hann að ýmsar breytingar yrðu gerðar á veiðifyrirkomulagi, fyrir komandi veiðitímabil sem snúa að leyfilegu agni, kvóta og fjölda stanga. Breytingarnar eiga að stuðla að uppbyggingu svæðanna til framtíðar.

Svartá í Svartárdal er gullfalleg fluguveiðiá. Svartá rennur í Blöndu í Langadal og er áin líkt og Blanda þekkt fyrir væna laxa. Veiðileyfi í Svartá eru á veiða.is

Leyfilegt agn í Svartá er fluga og veitt er á 4 stangir á degi hverjum. Gott veiðihús sjálfsmennsku veiðihús fylgir veiðileyfum í Svartá.

Veiðileyfi í Svartá eru seld í 2-3ja daga hollum og þegar holl eru bókuð, þá þurfa veiðimenn einungis að greiða fyrir 3 stangir, þó veiða megi á 4 stangir.

Blanda er ein albesta laxveiðiá landsins með sterkan stórlaxastofn. Veiðin hefst á svæði I í Blöndu í byrjun júní og er erfitt að finna laxveiðiá sem að jafnaði skilar jafn góðri veiði í júní og í byrjun júlí. Á góðum dögum í júní og byrjun júlí, landa stangirnar á svæði I oft tugum laxa yfir daginn og getur meðalvigtin verið mjög góð. Dammurinn og Breiðan eru veiðistaðir sem gefa yfirleitt góða veiði allt veiðitímabilið.

Allar nánari upplýsingar er að finna á veida.is.

Forsíðumynd og heimild: veida.is