Fréttaritarar Trölla.is skelltu sér á kosningaskrifstofu rölt föstudaginn 25. maí.
Það var líflegt hjá öllum framboðum, margt um manninn og mikil undirbúningsvinna í gangi fyrir komandi kosningadag. Við komum fyrst við hjá H-listanum sem bauð gestum sínum upp á hamborgara, pylsur og annað meðlæti. Síðan var rölt til I-listans sem var með lambakjöt á grillinu og með því var allskonar meðlæti. Að lokum var komið við hjá D-listanum sem var með lifandi tónlist, snakk og allskonar drykki á boðstólunum.
Það var virkilega gaman að koma við hjá öllum framboðunum, hafa þau á sínum snærum efnilega frambjóðendur sem eru tilbúir að vinna fyrir Fjallabyggð hörðum höndum á næsta kjörtímabili, íbúum til heilla.
Gangi ykkur öllum vel í komandi kosningum og með verkefni næstu fjögurra ára.
H-Listinn

Hrólfur mættur í mat

Þorgeir Bjarnason sendur við grillið hjá H-listanum

Setið að spjalli

Þessir hamborgarar fengu 10 af 10 mögulegum í bragðgæðum að mati fréttaritara

Oddviti H-listans, Jón Valgeir Baldursson

Gómsætar veitingar í boði

Sigurður Hlöðversson
I-Listinn

Hrólfur mættur aftur í mat

Valur Þór Hilmarsson við grillið hjá I-listanum

Gestir fylkjast að í grillið

Fjöldi manns og mikið skrafað

Góðar veitingar

Þeir bræður, Júlli og Beggi
D-listinn

Hrólfur mættur enn og aftur í mat
Mynd/aðsend

Kvöldið er ungt

Sá stutti þarna aftan við skemmti sér konunglega

Spáð og spekúlerað

Guðmann Sveinsson og Hólmfríður Ósk Norðfjörð
Kveldúlfur

Að lokum var rölt við hjá Kveldúlfi, Hrólfur var sáttur eftir daginn og þokkalega saddur
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Gunnar Smári Helgason