Eða svo segir í íþróttaheiminum allavega, en í þættinum Tónlistin á FM Trölla í dag verða spiluð nokkur lög frá árunum 1962 til 2004 sem komust aldrei í toppsæti breska smáskífulistans en komust þó efst í annað sætið. Lögin sem lentu í fyrsta sæti á sama tíma verða einnig spiluð.
Einnig verður sagt í mjög stuttu máli frá hverju lagi fyrir sig.
Fylgist með þættinum Tónlistin á FM Trölla á sunnudögum kl 15, strax á eftir Tíu dropum.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.
Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is