Sænsk kladdkaka

  • 100 gr smjör
  • 3 dl sykur
  • 2 egg
  • 2 tsk vanillusykur
  • 5 msk kakó
  • 1 1/2 dl hveiti

Hitið ofninn í 175°. Bræðið smjörið í potti og blandið öllum hráefnunum vel saman við. Setjið deigið í smurt form (helst 22 cm) og bakið í ca 30 mínútur. Sigtið flórsykur yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Vanillurjómakrem

  • 3 dl rjómi
  • 3 eggjarauður
  • 3 msk flórsykur
  • 1 msk vanillusykur

Hrærið saman eggjarauður, flórsykur og vanillusykur þar til úr verður þykkt og ljóst krem. Þeytið rjómann og blandið saman við eggjablönduna. Hrærið saman í þykkt krem.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit