Sænsk súkkulaðikaka deluxe
- 3 egg
- 3,5 dl sykur
- 1 tsk vanillusykur
- 4-5 msk kakó
- 2 dl hveiti
- 150 g brætt smjör
Krem:
- 50 g smjör við stofuhita
- 2 msk kalt kaffi
- 2,5 dl flórsykur
- 1 msk kakó
- 1 tsk vanillusykur
Yfir kökuna:
- kókosmjöl
Hitið ofninn í 175°.
Bræðið smjörið og látið það kólna aðeins. Hrærið saman egg og sykur. Blandið þurrefnunum saman og hrærið þeim saman við eggjablönduna. Hrærið að lokum smjörinu í deigið. Athugið að þeyta aldrei deigið heldur bara að hræra það saman því ef það myndast of mikið loft í deiginu er hætta á að það verði þurrt. Smyrjið lausbotna form og setjið deigið í það. Bakið kökuna í miðjum ofni í 20-30 mínútur. Kakan á að vera blaut í miðjunni þegar hún er tekin úr ofninum. Látið kökuna standa í ísskáp í nokkra tíma áður en kremið er sett á hana.
Hrærið öllum hráefnunum í kremið saman og setjið yfir kökuna. Stráið kókosmjöli yfir.
Geymið kökuna í ísskáp.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit