Foreldrar verðandi nemenda 1. bekkjar í Dalvíkur- og Árskógarskóla, skólaárið 2020-2021 fengu á dögunum tilkynningu þess efnis að Sæplast ætli að færa barni þeirra skólatösku ásamt reiknivél og pennaveski með ritföngum að gjöf.

Í bréfinu stendur að með þessu framlagi vilji Sæplast Iceland ehf. leggja sitt af mörkum til samfélagsins og einnig stuðla að því að nemendur allir mæti jafnir til leiks í haust hvað skólabúnað varðar. Síðustu ár hafa verðandi nemendur 1. bekkjar fengið skólatösku að gjöf frá Sæplast en þeir tóku við keflinu af fyrirtækinu Dalpay sem hóf þetta verkefni árið 2010. 

Frábært verkefni sem verðskuldar mikið hrós!

Heimild: dalvikurbyggd.is