Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Tiger bananaflögum  sem fyrirtækið Tiger flytur inn vegna salmonellu. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum evrópska hraðvirðvörunarkerfið RASFF  um matvæli og fóður.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Tiger
  • Vöruheiti: Banana chips
  • Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 16.09.2021
  • Lotunúmer: 8008634
  • Nettómagn: 125 g
  • Geymsluskilyrði: Á ekki við
  • Framleiðsluland: Filippseyjar
  • Innflytjandi: Tiger, Laugavegi 13 101 Reykjavík
  • Dreifing: Tiger, Laugavegi 13 101 Reykjavík

Neytendum sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en
einnig er hægt að skila henni í Tiger þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar www.flyingtiger.com

Ítarefni

Fréttatilkynningu frá Tiger

Fréttatilkynningu frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

Innkallanir 

Skoða á mast.is