Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af karríi Hot madras curry sem Lagsmaður ehf. flytur inn, vegna gruns um salmonellu smit. Fyrirtækið hefur með aðstoð heilbrigðiseftirlitsins HEF innkallað vöruna.

Matvælastofnun fékk vitneskju um innköllunina í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.

Innköllunin á einungis við eftirfarna framleiðslulotu:

  • Vörumerki: TRS
  • Vöruheiti: TRS Hot Madras Curry 100gr
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf / Fiska.is
  • Framleiðsluland: Indland
  • Dreifing: Verslun fiska.is Nýbýlavegi 6,200 Kópavogi.

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða fara með vöruna í verslun á Nýbýlavegi 6 gegn endurgreiðslu.

Ítarefni