Skíðafélag Ólafsfjarðar (SÓ) og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) hafa tekið höndum saman og verða með sameiginlegar æfingar í haust. Stefna félagana er að halda samstarfinu áfram í vetur. Mikil eftirvænting ríkir með þessa ákvörðun og vona stjórnir félaganna beggja að allir leggist á eitt til að gera þessa ákvörðun sem ánægjulegasta fyrir iðkendur.
Fyrirkomulagið verður eftirfarandi:
Á mánudögum innan Frístundar fyrir 1.-4. bekk (13:35-14:35): Inniæfingar í litlasalnum þar sem áhersla er lögð á styrk og jafnvægi, þ.e. undirbúningur undir veturinn ásamt hópefli.
Á fimmtudögum fyrir 5.-10. bekk (14:15 – 15:15): Inniæfingar í íþróttahúsinu á Ólafsfirði þar sem áhersla er lögð á styrk og jafnvægi, þ.e. undirbúningur undir veturinn ásamt hópefli. Þessi tími er beint eftir skóla og möguleiki að nota skólarúturnar.
Á laugardögum verða æfingarnar til skiptis í Ólafsfirði og á Siglufirði:
- Laugardagar (Siglufjörður, mæting við Hól). Línuskauta og hjólaskíðaæfingar. Áhersla á jafnvægi, hermun við skíði og hópefli:
- Fyrir 1.-4. bekk, kl 10:00-11:00
- Fyrir 5.-10. bekk, kl 11:00-12:00
- Laugardagar (Ólafsfjörður, mæting við íþróttahúsið eða skíðaskálann). Fjallgöngur, ratleikir og fleira skemmtilegt. Áhersla á úthald og hópefli:
- Fyrir 1.-4. bekk, kl 10:00-11:00
- Fyrir 5.-10. bekk, kl 11:00-12:00
Næsta laugardagsæfing (01.09.2018) verður á Siglufirði, við Hól, og vonandi mæta sem flestir þangað á línuskautum eða hjólaskíðum. Æfingaáætlun má nálgast hér.