Eins og fram hefur komið í fréttum var bif­reið ekið inn í Sauðár­króks­bakarí laust fyr­ir klukk­an sex á sunnudagsmorgun. 

Bíln­um var ekið í gegn­um hús­vegg og hlaust mikið tjón af árekstr­in­um.

Eigandi Sauðárkróksbakarís, Snorri Stefánsson hefur nýverið keypt bakaríið og vilja Skagfirðingar styðja við hann í þeirri uppbyggingu sem framundan er.

Á facebook síðu Hard Wok Cafe hefur eigandinn Árni Björn Björnsson birt eftirfarandi færslu.

Mánudagur 22.maí

Við á Hard Wok viljum leggja nágranna okkar lið og tileinka honum sölu mánudagsins næstkomandi, við ætlum að selja
Burger, franskar og kokteilsósu á 2500 kr
Og mun öll salan renna í söfnunina.

Aðal ástæða þess að gott er að vera Skagfirðingur og að búa hér er samstaðan þegar á reynir og nú reynir á unga bakarann okkar.

Í samráði við Snorra þá verða líka til sölu 5000 kr gjafabréf í Bakaríinu okkar.

Okkur þætti vænt um ef einhver gæti hjálpað okkur og staðið vaktina með okkur í Eldhúsi og í afgreiðslu… kv Árni á Wok 7706368

Hrafnhildur Viðarsdóttir á sinni FB síðu
Þegar ég frétti af ósköpunum sem dundu yfir okkar ástsæla bakarí í gær, þá fékk ég pínu sjokk, en þó sérstaklega eftir að hafa séð mynd af skemmdunum. Þetta er ömurlegt. Snorri tiltölulega nýbúinn að kaupa fyrirtækið, og á þeim stutta tíma heldur betur búinn að knúsa samfélagið, og var að sigla inn í annasamasta tíma ársins og þá gerist þetta.

Ég er mikið búin að hugsa um þetta seinasta sólarhring…. Getum við sem samfélag á einhvern hátt hjálpað honum? Þetta er nú örugglega tryggingamál, en þetta verður samt alltaf tjón sem hann þarf á einhvern hátt að axla að einhverju leyti sjálfur. Getum við virkjað landsfræga skagfirska samtakamáttinn á einhvern hátt?
Drommað í söfnun?
Ég hef stofnað reikning á kennitölu fyrirtækisins míns Game of Nails sem hefur verið sér eyrnamerktur í þetta verkefni! Ég mun gæta fyllsta gagnsæis, og mun eyðileggja reikninginn þegar söfnun er yfirstaðin, og við munum afhenda Snorra allt sem safnast!

Reikningsnúmerið er: 0133-15-003660Kt: 470102-4970″

Mynd/af facobooksíðu Hard Wok Cafe