BYR ÍS hefur legið við bryggju á Siglufirði frá því seinnihluta síðasta sumars. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvernig standi á ferðum þessa fallega fleys.

Eigandi skútunnar er Sigurður Jónsson skipatæknifræðingur frá Ísafirði en þar rak hann skipasmíðastöð, teiknaði og smíðaði skip.

BYR er ekki gamalt skip þótt halda mætti annað, smíðað í Hollandi 1994 og er stálskip og skilgreint sem galías – skráð á Ísafirði

“Við áttum hér vetrardvöl, vorum á leiðinni til Finnlands frá Grænlandi þar sem við sinntum nokkrum siglingaverkefnum – og hér stoppuðum við eins og fyrir tilviljun og hittum Róbert Guðfinnsson sem ég þekkti vel og hann bauð okkur að hafa hér vetursetu.

Annikka kona mín er finnsk og var í fjarvinnu fyrir finnsku landmælingastofnunina fram að áramótum en er nú í Finnlandi. Við eigum tvær ungar dætur sem sigla með okkur um allt. Þessa dagana bý ég um borð með þeirri yngri áður en við tökum stefnuna í næstu viku austur á land til að sigla með skíðamenn milli fjarða. Svo verða það Grænlandsiglingar í ágúst.”


Á mynd er eldri stúlkan, Halla Stína, í fangi föður síns. Sú yngri heitir Salka Lóa er hér um borð í heimili sínu, Byr.


Texti – ÖK
Myndir: Sigurður Jónsson og ÖK