Fréttamenn Trölla fóru nýlega í selaskoðun frá Hvammstanga. Farið var að morgni dags, í blíðskaparveðri, á háflóði. Báturinn Brimill fer með allt upp í 30 farþega í selaskoðun, þrjár ferðir á dag yfir sumartímann. Kapteinninn er Eðvald Daníelsson og leiðsögumaður Sölvi Mars Eðvaldsson.

Selasigling Hvammstanga.

Eðvald Daníelsson kapteinn og Kristín Sigurjónsdóttir fréttamaður Trölla heilsast á bryggjunni.
Skoðunarferðin tekur u.þ.b. einn og hálfan tíma, en getur orðið örlítið lengri þegar hvalir láta sjá sig. Nánari upplýsingar um ferðirnar má finna á heimasíðu Selasiglingar hér.

Feðgarnir Sölvi Mars Eðvaldsson og Eðvald Daníelsson.
Fréttamenn Trölla tóku þessar myndir í ferðinni.

Selirnir láta sér ekkert bregða þegar báturinn nálgast.

Ferðamenn fá lánaðan kíki til að sjá selina betur.

Rólegheit hjá selum á Miðfirði.

.

.

.

Boðið er upp á heitt kakó um borð.

Við sáum líka þessa hvali í ferðinni.

Eðvald Daníelsson kapteinn.

Sölvi Mars Eðvaldsson.

Horft til Hvammstanga.

.
Frétt og myndir: Gunnar Smári Helgason/Kristín Sigurjónsdóttir