Fréttamenn Trölla fóru nýlega í selaskoðun frá Hvammstanga. Farið var að morgni dags, í blíðskaparveðri, á háflóði. Báturinn Brimill fer með allt upp í 30 farþega í selaskoðun, þrjár ferðir á dag yfir sumartímann. Kapteinninn er Eðvald Daníelsson og leiðsögumaður Sölvi Mars Eðvaldsson.
Skoðunarferðin tekur u.þ.b. einn og hálfan tíma, en getur orðið örlítið lengri þegar hvalir láta sjá sig. Nánari upplýsingar um ferðirnar má finna á heimasíðu Selasiglingar hér.
Fréttamenn Trölla tóku þessar myndir í ferðinni.
Frétt og myndir: Gunnar Smári Helgason/Kristín Sigurjónsdóttir