Ekki hefur verið hægt að opna húsdýragarðinn á Brúnastöðum í Fljótum það sem af er sumri, því því öll hús og aðbúnaður urðu fyrir miklu tjóni í vetur vegna snjóa. Allt var brotið og bramlað og var síðasti snjóskaflinn að fara úr garðinum núna. Brúnastaðabændur vinna hörðum höndum að endurbótum og er ætlunin að reyna að opna núna um mánaðarmótin, ungum sem öldnum til mikillar gleði.

Geiturnar eru mjög gæfar og þiggja gjarna klapp frá gestum og má sjá öll litaafbrigði íslensku geitarinnar þar. Einnig er hægt að skoða gæfa grísi og kálfa. Yrðlinga sem hægt er að halda á meðan þeir eru ennþá ungir a.m.k. Kornhænur, silkihænur og barmahænur. Einnig kalkúna og íslenskar hænur með unga. Kanínur og hunda.

Myndir: Húsdýragarðinn á Brúnastöðum