Siglfirðingurinn Baldur Árni Guðnason lést sunnudaginn 24. júlí síðastliðinn, eftir langvarandi veikindi í Svíþjóð, þar sem hann bjó einn.
Baldur Árni Guðnason var fæddur á Siglufirði 19. apríl 1958.
Fjölskylda og einkasystir hans sem býr í Bandaríkjunum, hafa sett af stað söfnun til uppfylla ósk hans um að hvíla við hlið einkasonar síns á Íslandi.
Systir hans, Laufey Guðnadóttir er stödd í bænum Alingsås, þar sem Baldur hefur búið frá árinu 2007. Alingsås er um 40 þúsund manna bæjarfélag um 50 km. norðan við Gautaborg.
Það er kostnaðarsamt ferli að flytja Baldur til Íslands og tóku börn Laufeyjar sig til – án hennar aðkomu – og settu söfnunarsíðuna á stað. Segist hún börnunum sínum þakklát og margt smátt gerir eitt stórt. Hún segist snortin vegna þessara fallegu viðbragða og stuðnings sem hún hefur fengið.
Til að leggja fjölskyldu Baldurs lið og fá frekari upplýsingar má smella á síðuna hér:
Baldur Arni Gudnason Funeral Expenses.
Við sendum ættingjum hans og vinum innilegar samúðarkveðjur.
Mynd/ úr einkasafni