Hljóðbókaútgáfan Storytel hefur gefið út bækurnar Svipmyndir úr síldarbæ 1 og 2 eftir Örlyg Kristfinnsson. Bækurnar komu upphaflega út á vegum Uppheima árið 2010 og 2013 og hlutu góðar viðtökur.
Aðgang að hlustun má finna á Storytel.is og velja Prófaðu Storytel í valstikunni efst á skjánum (osfrv.)
Lesari beggja bókanna er Hinrik Ólafsson leikari. 

Geta má þess að Örlygur vinnur nú að þriðju og síðustu svipmyndabók sinni – með fjölda sagna um lífið á Sigló áður fyrr.

Meðal fjölda jákvæðra ummæla um bækurnar:

Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur á heimasíðu sinni í lok júní 2012,

Metnaðurinn sem Örlygur og hans fólk hefur lagt í [Síldarminja]safnið er til háborinnar fyrirmyndar eins og karlinn sagði. Sama má segja um bók Örlygs, Svipmyndir úr síldarbæ, þar sem margur kynlegur kvistur kemur við sögu og sagður kostur og löstur, en af næmni, skilningi og auðvitað kímni þegar við á.

Ingvi Hrafn í Hrafnaþingi 21. des 2010: „Þetta er rosalega skemmtileg bók“

Pjetur Hafstein Lárusson rithöfundur bloggar í maí 2012:

Örlygur dregur ekkert undan, heldur segir kost og löst á hverjum manni sem um er fjallað. En handbragðið lýsir nærgætni og ást á viðfangsefninu; kynlegir kvistir eru annað og meira en furðufuglar. Þeir eru menn af holdi og blóði. Hver arkar sinn veg og göngulagið er í samræmi við örlög hvers og eins …
Eftir lestur þessarar góðu bókar er ég engu nær um síldaraflann, sem landað var á Sigló frá ári til árs. En ég geri mér í hugarlund gleði og sorgir fólksins, sem tók þátt í síldarævintýrinu mikla. […] Í mínum huga hefur Siglufjörður öðlast nýtt líf.


Fréttatilkynning.