Músíktilraunir fara fram í Norðurljósasal Hörpu 30. mars – 2. apríl og úrslitakvöldið laugardaginn 6. apríl. 35 atriði hafa verið valin til að keppa og eru þar á meðal tvíburabræðurnir Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir og kalla þeir sig Þorvaldssyni í keppninni.
Bræðurnir hafa spilað saman frá því að þeir voru fjögurra ára og er því erfitt að segja hvað Þorvaldssynir hafa starfað lengi. Þeir stunda nám við Tónlistarskólann á Tröllaskaga þar sem þeir læra báðir á gítar. Þeir eru einnig með útvarpsþáttinn Þorvaldssynir á FM Trölla, ásamt því eru þeir gítarleikarar og söngvarar í hljómsveitinni Ronja og ræningjarnir.
Trölli.is óskar þeim velfarnaðar í keppninni.
Nánari upplýsingar um Músíktilraunir: Hér