Slökkvilið Fjallabyggðar fékk tilkynningu um nokkurn sinueld við Kálfsá í Ólafsfirði undir kvöld í gærkvöldi.

Nokkuð logaði í sinunni þegar að var komið en Slökkvilið Fjallabyggðar var fljótt að ná tökum á útbreiðslunni.

Vilja þeir minna alla á að fara varlega með eld í kringum sinu og gróðursæla staði en hér er hægt að kynna sér varnir og viðbúnað vegna gróðurelda: https://www.grodureldar.is

Mynd/Slökkvilið Fjallabyggðar