Sítrónusmákökur
- 125 gr smjör við stofuhita
- 200 gr sykur
- 1/2 tsk vanilludropar
- 1 egg
- 1 tsk sítrónuhýði
- 1 msk ferskur sítrónusafi
- 1/4 salt
- 1/4 tsk lyftiduft
- 1/8 tsk matarsódi
- 200 gr hveiti
- 75 gr flórsykur
Hitið ofninn í 175°. Hrærið smjör og sykur saman þar til það verður ljóst og létt. Hrærið vanilludropum, eggi, sítrónuhýði og sítrónusafa út í. Skafið niður með hliðunum og hrærið áfram. Bætið þurrefnunum, fyrir utan flórsykurinn, rólega saman við þar til allt hefur blandast. Ekki hræra lengur en þörf er á.
Hellið flórsykri á disk. Mótið kúlu úr teskeið af deigi (ath. deigið er mjög mjúkt og blautt) og veltið upp úr flórsykri. Leggið kúluna á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Endurtakið með afganginn af deiginu.
Bakið í 9-11 mínútur.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit