Tilboð voru opnuð í vátryggingar fyrir Fjallabyggð þann 1. júlí síðastliðinn.

Lagt var fram minnisblað Consello á 837. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar eftir yfirferð og samantekt á tilboðum. Fjögur tilboð bárust og uppfyllir lægstbjóðandi öll skilyrði útboðsins.

Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði Sjóvár um vátryggingar Fjallabyggðar og tengdra aðila.