Í áfanganum kynnast nemendur mismunandi aðferðum við hannyrðir, svo sem prjóni, hekli, útsaum og hnýtingum.

Verk listamanna sem getið hafa sér gott orð á þessu sviði, eru skoðuð og nemendur kynna verk þeirra hver fyrir öðrum.

Teknar verða fyrir stefnur á borð við hannyrðapönk þar sem iðkendur nota hannyrðir til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Nemendur vinna með mismunandi efni og hafa mikið val um hvert þeir stefna í sköpuninni.

Meðal verkefna sem unnið er að eru heklaðar skreytingar á húsgögn skólans. Þær verða væntanlega, ásamt öðrum verkum úr áfanganum, á vorsýningu skólans í maí. Myndir

 

Af: mtr.is