Skíðasvæðið í Skarðsdal hefur verið formlega opnað og er opið í dag 25. janúar frá kl. 11:00 – 16.00.

T – Lyfta verður keyrð en færið er frekar blint og töluverð snjókoma.

Troðinn létt blautur og þéttur snjór.

Skíðasvæðið og aðstaða hefur verið mikið endurnýjað á síðustu mánuðum og um að gera fyrir íbúa og aðra gesti að skella sér á svæðið og njóta útiverunnar.

Mynd/úr myndasafni Trölla