Í dag kl. 15:00 opnar skíðasvæðið í Skarðsdal, svæðið hefur verið lokað almenningi frá því í mars 2020 eða um 10 mánuði.
Ekki má taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju skíðasvæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu.
Dæmi um aðrar takmarkanir sem þó eru mismunandi eftir skíðasvæðum
- Skíðaskálar lokaðir fyrir utan salerni, veitingasala lokuð, skíðaleiga lokuð, takmarkanir í stólalyftur og stýring miðasölu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hvers skíðasvæðis fyrir sig.
- Salerni eru alltaf opin og takmarkaður fjöldi er leyfður þar í einu. Viðkomandi skíðasvæði tryggir að fyllstu sóttvarna verður gætt á salernum.
- Gestir eru beðnir að hafa grímu fyrir vitum sínum eða tvöfalt buff. Sérstaklega í röðum og við skála, salerni og aðra staði þar sem fólk safnast saman.