Íbúar í Fjallabyggð hafa óskað eftir lengdum opnunartíma íþróttamiðstöðva og sundlauga um helgar.
Áætlaður kostnaður við að lengja opnunartímann um fjóra tíma á laugardögum og sunnudögum er kr. 580.662 á mánuði, en kr. 290.327 á mánuði ef tíminn er lengdur um tvo tíma hvorn vikudag.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Frétt: Gunnar Smári Helgason
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir