Slæm loftgæði voru á Akureyri í gær segir á Blika.is. PM10 gildið fór yfir 200 míkrógr,/rúmmetra lofts kl. 15 í þann mund sem byrjaði að snjóa í eftirmiðdaginn.

Smá samanburður hér á myndum.  Annars vegar milligildi á Strandgötu á Akureyri og hins vegar Grensásvegur í Reykjavík, allt þetta ár.

Stundum er uppruninn umferð í hægum vindi og stundum vegna misturs í lofti eða jarðvegsfoks

Kvarðinn er svipaður og við sjáum með þessum einfalda samanburði að svifryksmengun að vetrinum sem er vegna umferðar eða foks á þurrum hálkusandi er greinilega stærra vandamál á Akureyri en í Reykjavík.

Þyrfti kannski að skoða fleiri ár, en stundum hreyfir vart vind svo dögum skiptir við botn Eyjafjarðar að vetrinum og hitahvarf kemur að auki í veg fyrir blöndun.  Ekki ósvipað og þekkist s.s. í Osló.