Víðast hvar á Norðurlandi er snjóþekja eða hálka og einhver éljagangur. Þæfingur er á Sauðárkróksbraut en þungfært er á Siglufjarðarvegi milli Ketiláss og Hofsóss.

Siglufjarðarvegur um Almenninga er lokaður vegna snjóflóðahættu.

Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu. Stórt flóð hefur fallið og mun taka töluverðan tíma að moka því í burtu. Vegurinn verður opnaður þegar hægt er.