Flesta daga sumarsins hefur verið líflegt á Síldarminjasafni Íslands, smekkfullt plan af ferðamönnum, leiðsagnir, saltanir, tónleikar, listasýningar og gjarnan eru börn að veiða hornsíli í góða veðrinu.
Rétt eins og á árum áður sameinast yngri og eldri kynslóðir á síldarplaninu og gengur verkkunnáttan þannig í erfðir – en það er ómetanlegt að viðhalda þekkingunni og réttu handtökunum.
Bókanir hafa aldrei verið fleiri en í sumar og er reiknað með að salta 70 sinnum þessa vertíðina.
Nú eru spennandi tímar framundan á Siglufirði, Trilludagar um næstu helgi og síðan Síldarævintýrið um Verslunarmannahelgina svo það verður nægt framboð af skemmtilegheitum í bænum.