Lagt var fram erindi sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju varðandi framkvæmd og niðurstöðu rafrænnar kosningar um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði á 835. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.
Rafrænar kosningar á staðarvali nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði
Bæjarráð þakkaði fulltrúum sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju fyrir erindið. Bæjarráð vill koma á framfæri að bæjarráð getur ekki breytt ákvörðunum bæjarstjórnar. Bæjarstjórn tók formlega ákvörðun um staðarval vegna nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði að undangenginni ráðgefandi atkvæðagreiðslu íbúa í Ólafsfirði. Bæjarráð vísar því erindinu til umræðu í bæjarstjórn.
Erindi sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju má lesa hér að neðan.
