Í dag fimmtudaginn 28. janúar er hinn langþráði sólardagur á Siglufirði. Sólarkaffi er drukkið um allan bæ í dag og hefð er fyrir því að vera með pönnukökur með kaffinu. En 28. janúar hefur ekki alltaf verið fyrsti sólardagur Siglfirðinga.

Á sólardaginn 2019 ritaði Örlygur Kristfinnsson eftirfarandi fróðleik um sólardaginn á Trölli.is

Lengi var 27. janúar talinn fyrsti sólardagur hér á Siglufirði, var þá miðað við sjálft höfuðbólið og prestsetrið Hvanneyri meðan kotbýlin á sjálfri eyrinni stóðu í skugga þennan dag.

Eftir að kaupstaðurinn fór að myndast hefur fyrsti sólardagur verið talinn 28. janúar eða þegar sólin skín nokkra stund um allan bæ. Þá hefur ekki sést til sólar frá því 15. nóvember.

“Tengdamóðir mín talaði um að sólardagurinn væri 27. janúar þegar sólin skini fyrst á prestsetrinu á Hvanneyri” – sagði Þórarinn Vilbergsson trésmiður. Tengdamóðir hans var Andrea Sæby á Eyri fædd fyrir aldamótin 1900.
Þarna kemur líklega fram hið almenna viðhorf Siglfirðinga áður en kaupstaðurinn varð til.

Hólshyrnan