Í gær, laugardaginn 5. janúar voru sannkallaðir nýárs-stórtónleikar í Siglufjarðarkirkju þar sem kom fram fjöldinn allur af tónlistarfólki á ýmsum aldri.
Vel var mætt á tónleikana og kirkjan nánast full af ánægðum áheyrendum sem skemmtu sér hið besta. Öll innkoma af aðgangseyri rennur til hljóðfærakaupa Tónlistaskólans á Tröllaskaga.
Þeir sem komu fram voru Karlakórinn í Fjallabyggð undir stjórn Elíasar Þorvaldssonar, ásamt hljómsveit kórsins, Þorsteinn Bjarnason söng einsöng með kórnum og Þorsteinn Sveinsson lék á trompet og kynnti dagskrána eins og honum einum er lagið.
Unglingahljómsveitin Ronja og Ræningjarnir hafa getið sér gott orð í Fjallabyggð léku nokkur lög, bæði með kórnum og líka ein og sér. Einnig leiddu þau fjöldasöng í lok tónleikanna.
Nemendur og kennarar Tónlistarskólans á Tröllaskaga sungu og léku, kirkjukórinn söng einnig með í nokkrum lögum.
Yngsti einsöngvarinn var Tinna Hjaltadóttir, fædd 2009, sem söng einsöng með kór og hljómsveit, einnig komu um 20 ungir nemendur úr4. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar og sungu með kórnum.
Hér að neðan koma nokkrar myndir frá tónleikunum.
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir