Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa Sæluviku 2020 sem fara átti fram dagana 27. september til 3. október. Vegur þyngst í þeirri ákvörðun hertar sóttvarnaraðgerðir almannavarna og ekki fyrirséð hvenær þeim verður aflétt.

Þrátt fyrir að Sæluviku 2020 hafi verið aflýst var ákveðið að veita Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2020, en þau hafa síðustu ár verið veitt á setningu Sæluviku. Verður auglýst eftir tilnefningum fljótlega.