Íslenska Gámafélagið hefur birt sorphirðudagatal fyrir Fjallabyggð árið 2021. Dagatalið má nálgast hér. Eru íbúar hvattir til að kynna sér það vel.
Á þessum tíma árs er mikilvægt að íbúar hugi að því að moka/hreinsa frá tunnum til að auðvelda starfsmönnum losun.
Íslenska gámafélagið vill sömuleiðis ítreka að tunnur sem eru yfirfullar verða EKKI losaðar. Það er á ábyrgð íbúa að koma umfram sorpi á gámaplan en samkvæmt þeim tilmælum sem unnið er eftir þá eiga starfsmenn ÍG að forðast snertingu við allt sorp.