Þú heldur kannski að þetta sé svona „Clickbait“ frétt en þetta er dagsatt og bráðfyndið og þetta er greinilega enginn venjulegur köttur.
En í gærkveldi komu þessi skilaboð til mín frá framkvæmdastjóra Trölla.is. og ég skil ekki neitt í neinu ???

Frank Haraldur Sinatra.
(Nokkurra vikna gömul kettlingamynd)
Það eitt að honum tókst að skrifa þessi skilaboð er makalaust, en það að takast að senda þau líka er með ólíkindum.
Don Franco er af Íslensk/Spænskum ættum og býr á Kanaríeyjum.
En líkleg útskýring á þessum skilaboðaskrifum kattarins er að honum finnst hlýtt og gott að liggja við tölvuna og þá helst ofan á ofan á lyklaborðinu.

Don Franco skrifaði víst fleirum en mér skilaboð í gærkveldi en þegar hann er ekki á skrifspjalli á Messenger þá er hann nú bara frekar latur eins og aðrir kettir eins og sjá má á myndinni hér undir.
Samt er þetta ekkert rosalega skrítið fyrir mér persónulega, að ég sé að tala við dýr því ég var að birta hérna á trölli.is þjóðsögu- smásögu þar sem ég tala við seli og svo vorum við miklir trúnaðar vinir ég og hundurinn minn hún Cindý mín heitin.
En Cindý spjallaði nú reyndar aldrei við mig á Messenger eins og Don Franco.
ÞJÓÐSÖGU-SMÁSAGA. HAFIÐ GEFUR HAFIÐ TEKUR 1. HLUTI
ÞJÓÐSÖGU-SMÁSAGA. HAFIÐ GEFUR HAFIÐ TEKUR 2. HLUTI
Aðrar sögur og greinar eftir: Jón Ólaf Björgvinsson
Lifið heil og bestu kveðjur
Nonni Björgvins
”Ljósmyndir eru birtar með leyfi frá foreldrum Francos.”