Þú heldur kannski að þetta sé svona „Clickbait“ frétt en þetta er dagsatt og bráðfyndið og þetta er greinilega enginn venjulegur köttur.
En í gærkveldi komu þessi skilaboð til mín frá framkvæmdastjóra Trölla.is. og ég skil ekki neitt í neinu ???
Það eitt að honum tókst að skrifa þessi skilaboð er makalaust, en það að takast að senda þau líka er með ólíkindum.
Don Franco er af Íslensk/Spænskum ættum og býr á Kanaríeyjum.
En líkleg útskýring á þessum skilaboðaskrifum kattarins er að honum finnst hlýtt og gott að liggja við tölvuna og þá helst ofan á ofan á lyklaborðinu.
Don Franco skrifaði víst fleirum en mér skilaboð í gærkveldi en þegar hann er ekki á skrifspjalli á Messenger þá er hann nú bara frekar latur eins og aðrir kettir eins og sjá má á myndinni hér undir.
Samt er þetta ekkert rosalega skrítið fyrir mér persónulega, að ég sé að tala við dýr því ég var að birta hérna á trölli.is þjóðsögu- smásögu þar sem ég tala við seli og svo vorum við miklir trúnaðar vinir ég og hundurinn minn hún Cindý mín heitin.
En Cindý spjallaði nú reyndar aldrei við mig á Messenger eins og Don Franco.
ÞJÓÐSÖGU-SMÁSAGA. HAFIÐ GEFUR HAFIÐ TEKUR 1. HLUTI
ÞJÓÐSÖGU-SMÁSAGA. HAFIÐ GEFUR HAFIÐ TEKUR 2. HLUTI
Aðrar sögur og greinar eftir: Jón Ólaf Björgvinsson
Lifið heil og bestu kveðjur
Nonni Björgvins
”Ljósmyndir eru birtar með leyfi frá foreldrum Francos.”