Starfsmannafundur fyrir starfsmenn sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 12. desember kl 15:00 í Háa salnum við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki.

Þar mun Haraldur Líndal Haraldsson kynna niðurstöður úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins Skagafjarðar og tillögur sem miða að því að bæta framangreinda þætti, þjónustu og starfsumhverfi starfsmanna sveitarfélagsins.

Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér niðurstöður úttektarinnar. Fundinum verður jafnframt streymt á Teams og upptaka gerð aðgengileg eftir fundinn.