Stóra upplestrarkeppnin var haldin í húsnæði MTR í Ólafsfirði s.l. fimmtudag, frá kl. 18.00-19.00.
Þar lásu nemendur 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar textabrot og fluttu ljóð.
Tveir aðalmenn og einn varamaður voru valdir úr hópnum sem fulltrúar skólans á lokahátíð í héraði, nánar tiltekið á Akureyri í næstu viku og voru það Embla Þóra Þorvaldsdóttir og Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir voru valdar til að halda áfram og taka þátt fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar og Margrét Sigurðardóttir var valin varamaður þeirra.
Af: vefsíðu Grunnskóla Fjallabyggðar