Setning Norrænu Strandmenningarhátíðarinnar fór fram kl. 17.00 miðvikudaginn 4. júlí við höfnina á Siglufirði.

Þar héldu Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar, Hakon Juholt sendiherra Svía á Íslandi, Asgeir K. Svendsen frá Noregi og Sigurbjörg Árnadóttir formaður Vitafélagsins-íslensk strandmenning og Nordisk kustkultur ræður, kynnir var Kristín Davíðsdóttir. Hljómsveitin Flottasta áhöfnin í flotanum flutti norræna tónlist og fjöldi manns steig dansspor á bryggjunni. Að lokum buðu siglfirskar síldardömur upp á hringdans undir fjörugum harmonikkuleik Hauks Orra Kristjánssonar.

Siglfirskar síldardömur buðu upp í hringdans á bryggjunni

 

Fólk á öllum aldri skemmti sér vel

 

Hljómsveitin Flottasta áhöfnin í flotanum flutti norræna tónlist

 

Gunnar I. Birgisson hélt ræðu

 

Kristín Davíðsdóttir kynnir

 

Texti og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir