Enginn skólaakstur verður í dag í Húnaþingi vestra, fimmtudaginn 9. janúar 2020 vegna veðurspár.

Skólinn verður opinn en þeir foreldrar á Hvammstanga sem ætla að halda börnum sínum heima eru beðnir um að senda tölvupóst á grunnskoli@hunathing.is eða hringja í síma 4552900.

Það er mikilvægt til að vita hverjir eiga að vera í skólanum og til að áætla fjölda í mat. 

Ef foreldrar verða beðnir um að sækja nemendur sem koma í skólann verður sent sms.

Ekki verður farið í mat í félagsheimili en útbúinn einfaldur matur í skólanum.

Ekki verður um hefðbundna kennslu að ræða og útbúin verkefni fyrir þá nemendur sem mæta.