Föstudagskveldið 30. ágúst klukkan 20:00 ætlar Kristín Svava Tómasdóttir, skáld og sagnfræðingur, að ræða um og lesa upp úr bókum sínum Stormviðvörun og Stund klámsins í Holti -menningarsetri á Hvammstanga.
Ljóðabókin Stormviðvörun kom út árið 2015 en í fyrra kom bókin síðan út í Bandaríkjunum í enskri þýðingu K. B. Thors.
Stund klámsins -Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar kom út árið 2018 og hlaut Kristín viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna fyrir hana.
Allir velkomnir, rótsterkt á könnunni, léttir víndreitlar.
Sjá nánar um viðburð: HÉR