Haldið verður leikjanámskeið fyrir börn í Dalvíkurbyggð fædd 2007-2014
Fyrstu tvær vikurnar eru fyrir árgang 2011-2014, námskeið fyrir eldri verður frá 21. júní og verður útfærsla á því auglýst síðar.

Námskeiðin verða á eftirtöldum tímum:
Árgangur 2013-2014 frá 10-12
Árgangur 2011-2012 frá 13-15

Þátttökugjald er kr. 5.000 fyrir fyrri viku og 4.000 fyrir seinni viku (9.000 fyrir báðar vikurnar – athugið að á 17. júní verður ekki námskeið).

Umsjón með námskeiðinu hefur Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Fyrri vika (7.-11. júní)

  1. júní: Kynning á leikjanámskeiðinu og farið í skemmtilega leiki.
  2. júní: Fjöruferð og sandkastalakeppni
  3. júní: Heimsókn á Byggðasafnið, léttar veitingar í garðinum leikir ofl.
  4. júní: Draugasögur á bókasafni (spila, lita, myndasögur).
  5. júní: Sundlaugarfjör (með fyrirvara um að sundlaugin verði búin að opna)

Seinni vika (14.-18. júní)

  1. júní: Klifurveggurinn og Pógó kennt í félagsmiðstöðinni
  2. júní: Ratleikur í skógreitnum við Brekkusel (Böggur)
  3. júní: Leikjadagur á bókasafninu og gömlu góðu útileikirnir.
  4. júní: Frí (hæ hó og jíbbí jei)
  5. júní: Grillveisla og sund.

Athugið að æskilegt er að taka með sér nesti og vera klædd eftir veðri.

Skráning fer fram í gegnum ÆskuRækt

Mæting við Víkurröst alla dagana.
Dagkrá getur breyst með tilliti til veðurs.

Bent er á að þetta námskeið er styrkhæft í tengslum við sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir tekjulægri heimli
Kynnið ykkur málið hér: https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/opnad-fyrir-umsoknir-a-serstokum-ithrotta-og-tomstundastyrk-vegna-ahrifa-af-covid-19

Allar nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
gislirunar@dalvikurbyggd.is
863-4369