Í dag, þriðjudaginn 30. mars, verður þátturinn Undralandið á dagskrá FM Trölla kl. 13:00 – 15:00 (ISL), 14:00 – 16:00 (ESP)
Undralandið var í viku fríi en verður nú aftur á dagskrá, á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum klukkutíma skemur en verið hefur.
Stjórnandi þáttarins, Andri Hrannar, er hlustendum FM Trölla vel kunnur, en Andri býr á Kanaríeyjum og sendir þáttinn út þaðan í beinni útsendingu frá Studio 2. Í þættinum er farið um víðan völl – og jafnvel víðar.
Sjá facebooksíðu þáttarins, endilega að læka hana og fylgjast með gangi mála hjá Andra Hrannari.
Fylgist með þættinum Undralandið á FM Trölla á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 13:00 – 15:00.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is