Sunnudagsganga Ferðafélagsins Trölla þann 1. ágúst verður yfir Rauðskörð til Héðinsfjarðar, þaðan verður sigling til baka í Ólafsfjörð.
Hittingur við ÚÍÓ húsið Ólafsfirði kl. 10.00 að venju. Raðað í bíla og keyrt fram að Kleifum þar sem gangan hefst.
Gengið verður inn Ytriárdal uppí Rauðskörðin (563m hæð) svo niður í Víkurdalinn og Héðinsfjörð, þar verður hópurinn sóttur af félögum úr björgunarsveitinni Tind á zodiac og siglt til baka í Ólafsfjörð.
Þetta eru um 10 km og tekur um 4-5 klst. að ganga og erfiðleikastig ca 3,5-4, skór af 5.
Verð á göngu 3.500 kr. og sigling 1.500 kr.
Meðfylgjandi eru myndir frá ferð ferðafélagsins yfir Rauðskörð.