“Já lesandi góður… ég veit að þetta er kannski langur pistill en hvort sem þú hefur áhuga á knattspyrnu eða ekki þá getur þessi lesning verið þér til ánægju eða hugarangurs!
Og þú hefur hvort sem er ekkert annað betra að gera…..”
Lóan er komin að kveða burt….. segir í ljóðinu fallega sem við syngjum á vorin.
En ég og margir aðrir fótboltafíklar söknum þess að geta ekki farið á völlinn eða á sportbarinn og séð góðan “dags ferskan” spennandi knattspyrnuleik og sungið inn vorið með allskonar fyndnum knattspyrnuvísu textum eins og t.d.
“Allir heita GLENN í Gautaborg” sem er bara barnaleg harmlaus vísa um Glenn, Glenn og Glenn…. en allir þrír (þeir voru reyndar 4) voru bestu leikmenn IFK Göteborg 1980…. og súrkál.
Þó svo að meirihlutinn af ungum stuðningsmönnum liðsins í dag hafi ekki hugmynd um hvað eða hverja þeir eru að syngja um, þá gera þeir það samt… því þetta er HEFÐ hjá alvöru stuðningsmönnum IFK eða Blå-Vitt eða Kammeraterna….. en oftast eru þeir kallaðir Englarnir.
…. Já, kært barn á sér mörg nöfn.
Þessi fótboltafíkla heimur er fullur af hefðum og óskrifuðum lögum og það er er mjög svo erfitt að útskýra þetta fyrirbæri fyrir þeim sem hafa ekki áhuga á þessum “LÍFSSTÍL”
En þetta er virkilega stór og mikilvægur hluti af lífi margra, bæði karla og kvenna.
Þetta Córónu ástand gengur jafnt yfir alla því það er ekki heldur verið að spila kvennabolta og sakna ég þess mikið. En t.d. er heimavöllur Sænska kvenna landsliðsins hér í Gautaborg og ekki í höfuðborginni.
En ég man ekki í augnablikinu hvað þessi höfuðborg heitir en hún er víst einhversstaðar á “bakhlið” Svíþjóðar, hafa mér fróðari Gautaborgarar sagt mér.
Í þessum pistli mun ég ekki nota orði “Fótboltabulla” því það orð er meira notað um hálfvita sem halda að þeir séu alvöru stuðningsmenn með því að slást og haga sér eins og fífl á leikjum…. nei, hér verður sko ekki eytt orðum í þá.
Ó Nei. Þeir eiga enga athygli skilið eða eru vorkunnar verðir.
En því miður vita ekki allir muninn á bullu og fíkli og finnst við allir/öll förum út í að sýna óheilsusama öfga hegðun þegar kemur að aðdáun okkar á liðum og leikmönnum.
Talandi um leikmenn eins og maður sé náskyldur öllum í liðinu og að dómarar séu alltaf á móti okkur og óheppnin eltir okkur líka en svo þegar við vinnum þá erum VIÐ best í heimi og okkur líður eitthvað svo vel….
Það eru svo ótrúlega margar tilfinningar sem búa í þessum knattspyrnustuðningsmannahulduheimi!
En okkur alvöru fótboltafíklum er virkilega vorkunn í dag og kannski er okkur ekki sýndur sá skilningur sem við eigum skilið heldur……
Og það koma upp spurningar eins og:
Má maður kannski ekki skrifa eða tala um svona “ómerkileg vandamál” á svona alvarlegum tímum?
En knattspyrna er nú reyndar bara stærsta íþrótt í heimi og langvarandi söknuður og alvarleg fráhvarfseinkenni eru virkilega farin að hafa áhrif á vellíðan og geðheilsu margra.
Maður er að verða nokkuð leiður á að horfa á endalausar endursýningar af gömlum sögufrægum leikjum sem maður kunni hvort sem er utan af.
Ástandið er hræðilegt, fyrir utan að margar deildir fara ekki af stað voru aðrar deildir ekki kláraðar og ég fæ ekki einu sinni að “kýtast” við andstæðinga mína sem eru vinir mínir í rauninni á Fésinu um úrslit leikja og fl.
Það er eins og að fótbóltaáhugamannaheimurinn sé rafmagnslaus og enginn veit hversu lengi….. og vararafstöðvarnar eru alveg að fara að klára olíuna….
Verst er þó að það er búið að fresta öllu þessu skemmtilega sem sameinar okkur öll reglulega í fótboltafjölskyldunni eins og landsleikjum o.fl. og sakna ég þá þá sérstaklega stórmóta eins og t.d. Gothia cup sem er eitt stærsta barna og unglingamót heimsins sem breytir Gautaborg árlega í skemmtilegustu borg heimsins og þar sér maður svo sannarlega að þessi íþrótt sameinar miklu meira en eins og sumir fordómafullir andstæðingar knattspyrnu sem vilja meina að hún skapi sundrun og ósætti.
Ja… engin veit hvað maður hefur átt fyrr en maður missir það….. og þetta vor árið 2020 mun um alla eilífð verða skrifað inn knattspyrnu og íþróttasögu heimsins.
Og talandi um öfga og fordóma….
Akkúrat núna er reyndar enginn að kvarta yfir að það sé of mikið verið að moka undir okkur fótboltafíkla með t.d. umræðu um að annað mikilvægt sjónvarpsefni verið að víkja fyrir þessari skemmtilegu íþrótt.
Þessi fordómar (sem reyndar eru nokkuð gamlir) sem ég tek nokkur dæmi um hér, koma upp reglulega og þeir virðast ekkert breytast í gegnum árinn.
En hér koma nokkur dæmi frá spjallþráðum á blogg.is og bland.is.
“….. Nú er ætlast til að við látum það yfir okkur ganga að fjölmiðlar verði gjörsamlega undirlagðir af sparkfréttum og tuðrutuði. Jafnvel á að hafa af mér sjónvarpsfréttirnar klukkan sjö, sem að ég er þó búin að borga fyrir…..
……Öllu skal endurraðað á þann máta að bjórþyrstar fótboltabullur fái sinn skammt….
….Yfir vetrartímann fara flugfarmarnir af klámfengnum körlum til Englands í fótboltaferðir. Hópþrýstingurinn gengur út á allt annað en heilnæman ungmennafélagsanda…..“
Og þeir sem eru sammála þessu leggja til stuðning með orðum eins og þessum og öfgaorðin og alhæfingarnar eru með ólíkindum og ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta.
“….. Það er kannski til siviliserað fólk sem horfir á fótbolta, en flestir sem ég veit af eru soldið sérstakar týpur. Það er oft nasistar (eða chauvinistar) eða árásargjarnt fólk sem fylgir fótboltaliðunum (það sýnir sig best á athugasemdum þeirra sem á eftir koma)…..
….. Eða þá að þetta er fólk sem gjarnan fær sér í glas en vantar átyllu.“
Karlmenn og fótboltasýki…
…. Er heitið á skemmtilegum gömlum kvennaspjallþræði og þær eru mun mildari en karlarnir hér ofan, reyna að sýna þessu skilning og mæla með lausnum á þessu “karlavandamáli”
En sumt botnar í hreinni vankunnáttu um knattspyrnu líka.
En þetta spjall byrjar svona:
“…Oh, nú er ég farin að láta þetta ands****** fótboltaáhorf fara í mig. Hvað er að karlmönnum?? Þeir horfa á leikinn, horfa á umræðu um leikinn eftir á. Fara svo á netið á spjallsíður fyrir fótboltabullur og rexa þar og pexa. Síðan horfa þeir á íþróttafréttir þar sem leikirnir eru ræddir enn og aftur og ef þeir hittast þá eru leikmenn ræddir í bak og fyrir og þeir nota orð eins og “Já VIÐ verðum að taka þetta næst, og verðum að eignast þennan og hinn leikmanninn!”
Dæs, hef aldrei látið þetta pirra mig en þegar sonurinn á heimilinu er orðinn alveg eins þá finnst mér þetta einum of. Nú t.d. sitjum við í stofunni og haldiði ekki að það sé leikur á?? Arsenal og Everton sem auðvitað Manchester bullurnar mínar mega EKKI missa af!!
Þeir myndu horfa á leik í kvennadeild Nígeríu ef þeir hefðu ekkert annað…
…. sendu kallana bara á players að horfa ;D málinu reddað!…”
En þetta ráð dugir ekki fyrir alla, því að:
…það tekur þá reyndar nokkra klukkutíma að aka þangað:/…
….Ég náði mér bara í kall sem horfir ekki á fótbolta 🙂
….á hann bróður??…
.…já ég skil þig… Þetta er svo einum of! Svo fara þeir í algjöra fýlu ef liðið þeirra tapar og dagurinn bara ónýtur! rugl!…
…. Nkl, eins og þeir hafi lent í ægilega persónulegu sjokki! Langar stundum að biðja hann að velja milli mín og boltans. Samt er það viðbjóðslega barnalegt, veit það…..Ég vorkenni þér ekkert því miður,ég er með mann og þrjá syni á heimilinu og þeir eru ALLIR svona en það þýðir ekkert að pirra sig á þessu:) Ég bara geri eitthvað annað á meðan þeir horfa á þetta:)
Synirnir þrír eru líka allir í fótbolta og hef ég gaman að því að fylgja þeim á leiki sem þeir spila:) Þetta er fjórða helgin í röð sem ég keyri þá að meðaltali 400.km til að spila fótbolta en svona er FÓTBOLTALÍFIÐ í dag:) Ef þeir hefðu ekki áhuga á þessu væru þeir í einhverju öðru jafnvel enn verra..
…. kannast við þetta, ég hef sjálf gaman af fótbolta, en stundum ganga þessir gaurar aðeins of langt finnst mér… hjá kærastanum mínu er ekki hægt að horfa á leik án þess að mæta í fullum skrúða, og gengið í þessum bolum alla daga, á hátt í 10 stykki af svona bolum en VERÐUR samt að kaupa sér nýja rauða búninginn, ekki nóg að eiga nýja svarta og svo alla gömlu rauðu… ohh þetta er svo mikið bull… svo koma allir vinir og frændur í heimsókn þegar stórleikir eru í gangi og þá er tekinn fótbolti í hálfleik í stofunni…
…. hehehe eru þetta bara Manchester áhugamenn sem eru svona bilaðir?…
….það fer ýkt mikill kostnaður í þetta að vera kaupa alltaf þessa fótboltamiða (veit ekki hvað þetta heitir) og tippa á leikina og það.. bara rugl ;)…
.…Jebb geðveikur kostnaður líka, þegar menn verða að eignast alla búningana…
.….ég þoli ekki öskrin í þeim þegar einhver nær ekki að skora mark.. ég fór einu sinni á svona stað þar sem kallar hittust að horfa á leik og ég skemmti mér ekki of vel sko… allir brjálaðir þarna inni “NEIIII FOKKING!!!!! ANDSK..!!!” úff ókeiiiii þetta er baaara leikur og það koma fleiri leikir…
En guði sé lof svo eru til svona konur líka.
…Kærastinn minn er svona, truflar mig ekkert af því að ég er ekkert mikið skárri. Veit ekki hvernig ég myndi bregast við ef að ég hefði engan áhuga á fótbolta…
En fordómar og öfgahugsun snúnast auðvitað alltaf um fáfræði og óvilja til að setja sig í spor annarra og áhugaleysi við að afla sér nýrra upplýsinga.
Fótboltafíkla fræðsla fyrir nýbyrjendur
En lesandi góður!
Ef svo vildi til að þú hafir áhuga á að afla þér þekkingar á þessu fótboltafíklafyrirbæri, núna þegar allir virðast hafa meiri tíma til lestrar og fræðslu þá get ég boðið upp á nokkur atriði sem geta stytt þér stundir.
Þá mæli ég eindregið með þáttunum “The English Game á Netflix” sem lýsir vel hvernig þetta byrjaði allt saman.
Þar fyrir utan get ég eindregið mælt með kvikmyndum eins og “Fever Pitch” en hér gætu sumir sagt að ég segi þetta bara af því þessi kvikmynd er um stuðningsmann Arsenal og hans ástar og fótboltafíknarlíf.
En nei það er ekki satt, þetta er bara hreinlega frábær bíómynd sem lýsir þessari áráttu vel, sama hvaða enska liði maður velur að halda með seinna.
Bend It Like Beckham er líka mjög góð og sýnir vel baráttu og vilja sterkara kynsins fyrir að fá að vera með í þessari alheimsíþrótt.
Að kynna sér vel leikreglur er mikilvægt og þá sérstaklega að vita að Offside er ekki leikmaður heldur orð yfir mjög mikilvæga umdeilda reglugerð en þetta er samt það orð sem heyrist mest á öllum leikjum.
Football Offside Rule For Dummies
Svo er líka gott að kunna allskyns lista um bestu lið og leikmenn í gegnum tíðina en þetta er aðallega gert til þess hafa eitthvað að rífast og tala um fyrir og eftir leiki.
10 of the Greatest Men’s Soccer Players of All Time
&
10 of the Greatest Women’s Soccer Players of All Time
P.S. Það var ekki ég sem samdi þessa lista!
Og loksins… að lokum…. For the Love of the game….
er gott að kunna allskyns spakmæli um knattspyrnu eins og:
(Fengið að láni úr: “The 65 Most Inspirational Soccer Quotes“)
“Some people think football [soccer]is a matter of life and death. I don’t like that attitude. I can assure them it is much more serious than that.”
Bill Shankly
“Football is a simple game; 22 men chase a ball for 90 minutes and at the end, the Germans win.”
Gary Lineker
“The ball is round, the game lasts ninety minutes, and everything else is just theory.”
Josef “Sepp” Herberge
“The first 90 minutes are the most important.”
Sir Robert William “Bobby” Robson
“If TV were only an invention to broadcast soccer, it would be justified.”
Roberto Fontanarrosa
“The more difficult the victory is, the greater the happiness in winning.”
Pelé
“The vision of a champion is someone who is bent over, drenched in sweat, at the point of exhaustion when nobody else is watching.”
Mia Hamm
Og loka orðin fær ZLATAN frændi minn:
“When you buy me you are buying a Ferrari.”
Zlatan Ibrahimovic
Svona ef þú hefur ekki fengið nóg af þessu íþróttahjali hér þá getur þú séð fleiri svona Siglfirskar ljósmyndir í greinarseríunni: Göngutúr um heimahaga. 9 hluti. ÍÞRÓTTIR OG SKÓLI. (50 MYNDIR) á gamla góða siglo.is.
Lifið heil og kær kveðja
Nonni Björgvins
Texti og ljósmyndir:
Jón Ólafur Björgvinsson
Aðrar ljósmyndir: Ljósmyndasafn Siglufjarðar, og ýmist teiknað efni af netinu sem hefur borist mér frá vinum.
Heimildir koma úr ýmsum áttum frá netinu og er vísað í þær í gegnum slóðir í pistlinum.
Aðrar sögulegar greina eftir Jón Ólaf Björgvinsson finnur þú hér á trolli.is.