Svavar Knútur söngvaskáld fagnar nú útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt.

Samhliða Ahoy! Side B kemur út Tvöfaldur vínill, Ahoy!, þar sem Side B rennur saman við systurplötu sína Ahoy! Side A, sem kom út 2018. Loksins sameinaðar! Þetta er lokahluti 15 ára verkefnis Svavars Knúts um sorgarferlið með öllum tilheyrandi hólum og hæðum, dimmu dölum og björtu stjörnum.

Á tónleikunum mun Svavar Knútur syngja lög vítt og breitt af ferli sínum og segja sögur af ferðalögum, löndum og lýðum. Börn eru auðvitað velkomin í fylgd með foreldrum.
Aðgangseyrir er litlar kr. 3.500, en ókeypis er fyrir börn og unglinga undir 18 ára í fylgd með foreldrum eða afa/ömmu.

6. júní – Siglufjörður – Segull 67

7. júní – Egilsstaðir – Tehúsið

8. júní – Eskifjörður – Randúlfssjóhús

9. júní – Djúpivogur – Djúpavogskirkja

14. júní – Bíldudalur – SKrímslasetrið

16. júní – Flateyri – Vagninn

19. júní –  Blönduós – Krúttið

21. júní – Hvalfjarðarsveit – Bjarteyjarsandur

22. júní – Laugarvatn – Eyvindartunga

26. júní – Strandir – Sauðfjársetrið

27. júní – Hveragerði – Skyrgerðin