Lögreglunni á Norðausturlandi hafa borist nokkrar tilkynningar um aðila sem eru að stunda svindl á Internetinu og skotmark þeirra er eldra fólk og fólk sem er viðkvæmt og saklaust og jafnframt áhrifagjarnt.
Umræddir svindlarar eru ákaflega sannfærandi í röksemdafærslu sinni og tekst stundum að svíkja fé af fólki. Við ítrekum við ykkur kæru lesendur Fésbókar lögreglunnar á Norðausturlandi, að vera á varðbergi gagnvart þessum óprúttnu aðilum.
Þetta getur tekið á sig ýmsar myndir og yfirleitt er spilað á samvisku og góðsemi fólks og algengt að sögð sé sorgarsaga fjölskyldu. Oft og tíðum sagt að þörf sé á skjótri peningaaðstoð til að bjarga fjölskyldumeðlim eða greiða sjúkrahúsreikninga eða slíkt.
Við vonum að þið sjáið í gegn um slíkar beiðnir sem berast frá óþekktum aðilum og yfirleitt erlendis frá.
Frétt: Lögreglan á Norðurlandi eystra