Eins og fram hefur komið tókst Síldarævintýrið á Siglufirði með breyttu sniði mjög vel. Um 4.000 gestir sóttu Sigló heim og nutu þeirrar dagskrár sem í boði var.
Eitt af þeim atriðum sem var afar vel sótt var Bryggjusöngurinn á laugardagskvöldinu. Þar komu fram tvíburabræðurnir Júlíus og Tryggvi, Dívurnar, Fílapenslar, Þórarinn Hannesson, Steini Sveins, Hr. Hnetusmjör og Þórarinn Hannesson sá um kynningu á dagskrá.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir best skreyttu húsin í hverfalitunum.
Mikill mannfjöldi safnaðist fyrir á bryggjunni við Rauðku og skemmti fólk sér alveg konunglega eins og sjá má á svipmyndum frá kvöldinu.
Sjá fleiri fréttir frá Síldarævintýri: HÉR