Uppfært 20.09.2021 kl.15.00: 
Staðfest hefur verið að varan inniheldur ekki hnetur og því er innköllunin dregin til baka.

Matvælastofnun varar þá við sem eru með ofnæmi- og óþol fyrir hnetum við hindberjagosi frá Öglu og Helgu bjór frá Brugghúsinu í Borg. Fyrirtækið Ölgerðin innkallar allar framleiðslulotur í varúðarskyni vegna þess að snefill af hnetum geta fundist í drykkjunum og það kemur ekki fram á merkingum á drykkjunum. Matvælastofnun fékk upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitnu í Reykjavík um vörurnar.

Innköllunin á við allar framleiðslulotur af þessum vörum:

  • Vöruheiti: Helga Nr. 69 Raspberry Sour bjór
  • Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: Allar dagsetningar
  • Strikamerki: 5690542003659
  • Umbúðir: Áldósir
  • Nettómagn: 330 ml 
  • Geymsluskilyrði: Á ekki við
  • Framleiðandi: Borg brugghús, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
  • Dreifing: Verslanir ÁTVR
  • Vöruheiti: Hindberjagosdrykkur
  • Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: Allar dagsetningar
  • Strikamerki: 5690542005516
  • Umbúðir: Glerflöskur
  • Nettómagn: 330 ml
  • Geymsluskilyrði: Á ekki við
  • Framleiðandi: Agla gosgerð (www.aglagosgerd.is), Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
  • Dreifing: Fjarðakaup, Pétursbúð, Melabúðin, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Fjölval,Hagkaup, N1 Ásbyrgi, Verslunin Rangá, Verslunin Borg, Bónus, Krónan, Kostur, Kjöthöllin, Björkin söluskáli, Kassinn, Einar Ólafsson verslun, Iceland, Drekinn, Nettó, Verslunin Albína, Pólóborg.

Neytendum sem keypt hafa vöruna og eru með ofnæmi eða óþol fyrir hnetum er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til verslunar gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir Guðni Þór Sigurjónsson, forstöðumaður vöruþróunar og gæðadeildar hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, í síma 412 8000.

Ítarefni

Skoða á mast.is