Matvælastofnun varar neytendur við einni framleiðslulotu af sykurlausum svörtum Opal frá Nóa og Síríusi vegna mistaka við pökkun. Í sykurlausum svörtum Opal var blandað rauðum Opal með sykri.
Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík stöðvað sölu vörunnar og innkallað frá neytendum.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Opal
- Vöruheiti: Sykurlaus Opal með saltlakkrísbragði
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 12.01.2024
- Lotunúmer: L1932
- Nettómagn: 100 g
- Strikamerki: 5690576303244
- Framleiðandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir um land allt.
Neytendur sem keypt hafa vöruna, sérstaklega þeir sem þurfa að varast sykur að neyta hennar ekki, farga eða skila vörunni til næstu verslunar.