Í dag fimmtudaginn 16. janúar kl. 16:00 opnar sýning á Bóka- og héraðsskjalasafninu á Hvammstanga á 17 myndverkum Halldórs Péturssonar úr Grettis sögu en myndirnar eru gjöf frá Menningarsjóði Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu, sem nýlega var lagður niður.
Heitt verður á könnunni og allir velkomnir.
Sýningin mun svo standa áfram á safninu, en opnunartími safnsins er frá 12-17 alla virka daga.