Aðeins eitt kvöld!
(English below)
Velkomin á ljósmyndasýninguna Organs of the Organ eftir Nínu Richter í safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
Sýningin verður opnuð klukkan 18:00 og Listvinafélag kirkjunnar býður gestum upp á léttar veitingar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Um verkið:
Organs of the Organ er afrakstur vinnustofu í Ljósmyndaskóla Sissu og verkið er unnið undir handleiðslu ljósmyndarans Spessa.
Ljósmyndirnar eru teknar inni í Klais-orgeli Hallgrímskirkju. Orgelið hefur 4 hljómborð og fótspil, 72 raddir og 5275 pípur. Orgelið er 15 metra hátt, vegur um 25 tonn og stærstu pípurnar eru um 10 metra háar.
Þar er um að ræða stærsta hljóðfæri landsins, í mest ljósmynduðu byggingu landsins og helsta kennileiti höfuðborgarinnar, hér ljósmyndað að innan í fyrsta sinn.
Áhugafólk um tónlist og tækni er eindregið hvatt til þess að mæta.
Um listamanninn:
Nína Richter hefur komið víða við á fjölbreyttum ferli. Hún er menntuð í kvikmyndagerð og ljósmyndun og lærir í dag sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem laga- og textahöfundur fyrir listamenn á borð við Eyþór Inga og Lay-Low og gaf út skáldsöguna Pólskipti árið 2006. Þá hefur hún komið að auglýsingaleik og unnið í kynningarmálum fyrir tónlistarfólk, mest í elektróník og poppi. Hún hefur einnig starfað sem söngkona frá unglingsárum, hérlendis og í Austurríki, með áherslu á popp- og jazztónlist í lifandi flutningi.
Nína starfaði í menningarumfjöllun á RÚV 2016-2019 og sérhæfði sig þar í umfjöllun um kvikmyndir og sjónvarp. Hún er listrænn stjórnandi tónleikaferðarinnar +2,0 gráður C í kringum Ísland þar sem organistinn Kristján Hrannar Pálsson flytur frumsamið loftslagsverk sem er sérsamið fyrir Klais orgel Hallgrímskirkju.
Open for one night only
Due to special circumstances this event will be open for one night only.
We welcome you all to join us at the Akureyrarkirkja assembly hall (Icelandic: Safnaðarheimili) for viewing of Organs of the Organ, photoexhibition. Drinks and accommodation courtesy of Friends of the Arts Society at Akureyrarkirkja. Everyone is welcome and the entry is free.
The Organs of the Organ, a photography exhibition by Icelandic artist Nina Richter takes you on a journey *inside* Iceland’s biggest pipe organ, the Klais organ at Hallgrímskirkja church.
The idea for the piece stemmed from Icelandic organist Kristján Hrannar’s work; +2,0°, an organ composition specifically made for this very instrument.
The concert organ is the largest in the country, and organists worldwide take pleasure in playing it and recording in the church. Inaugurated in December 1992, it was constructed by Johannes Klais Organworks in Bonn, Germany, and has four manuals and a pedal, 72 stops and 5275 pipes. It is 15 m high and weighs 25 tonnes. The largest pipes are 10 m long.
Despite being one of the most photographed building in Iceland, the magically abstract world of the insides of the organ are rarely seen.
This is a rare opportunity for those interested in music and mechanics to explore its hidden side.
The organ has become a background instrument for many of Iceland’s biggest music broadcasts besides being the biggest landmark of its capital. The organ was also financed substantially by private gifts – people were offered the opportunity to purchase individual pipes.
Aðsent.